HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

miðvikudagur, 19. nóvember 2014

Jón Sturlaugsson hafnsögumaður

Fyrir ártugum fjórum,
— fljótt líður dagur að nóttu —
reri ég eyki ára,
af Stokkseyri á hafið.
Fækkar þeim drengjaflokki
fleyjum er hrundu að legi,
lofsamleg minning lifi
lýðum horfinna tíða.

Oft voru góðar gæftir
glær og sléttur særinn
þokuhattar á hnjúkum
heiðar skipaleiðir.
Snemma við dögun dimma
drengir til strandar gengu,
röðuðu sér að súðum
sjóinn glaðir prófa.

Horskur með hali röska
hlunnjó dró að unni
Sturlaugs-arfi Jón stýrði,
starfhæfur róðrakarfa.
Þótti gætinn ef glettur
„Glyggur" sýndi ótryggur,
komst þó „Flausta" fremstur
fram á „Stökkulshvamma".

Leysti vaði í „Vastir"
veiðarfæri greiðir,
barði tíðum á byrðing
bára höggum sárum.
Gúmaði af nægtum „Gýmis"
giska björg af fiski,
hlöðnum báti á boðum
beina að landi sveinar.

Spáðu válegum veðrum
vindský á Heklutindum,
skautaði skuplu hvítri
skallinn Eyjafjalla.
Orguðu brim á björgum
brothljóð heyrast með skotum
gýn yfir gráum h'einum
„Gjöll" í lykkjuföllum.
Stýrði Jón að storðu
stundum, þó væru Sundin
lokuð og lögin hvikul,
löðrið skaut hvítum blöðrum.
Skimaði ei bát þó skúmið
skæfi við „Himinglæðu"
heill með hölda snjalla
heim í vör rann knörrinn.

Seiluðu afla á ólar
ýtar kátir með flýti,
hvína á höfuðbeinum
hálar seilanálar.
Uppi um kampa og klappir
karlar um hluti spjalla,
hausa, hryggi losa,
hlaða stafla raðir.

Hefur Jón út um hafið
herjað á eigin ferju
fimmtíu vetrum framtað
frækinn og afla sækinn;
veðurglöggur á „Græði"
góður til starfs og ráða,
formenn hygg eg nú færri
feti, sem náðu betur.

Enginn íslendingur
ég veit, þó sé leitað
barg úr bylgjum körgum
brögnum fleirri að sögnum.
Erlendum úthafsknörrum
enskum, þýzkum-frakknezkum
kom til liðs þegar lima
og líftjón engu hlýfir.

Halli þér engin elli
árin þó lýsi hárin,
glaður vertu með glöðum,
góður skemmtinn og fróður.
Gæfan þér ávallt gefi
gnægðir til lofs og frægðar:
Þorska og flatra fiska
feng, til brautargengis.

Páll Guðmundsson frá Hjálmstöðum.

Sjá aðra formannavísu um Jón 

Árstíðir

VOR
Vinda-æði og veðra-gný
vorsins mæðir dísin.
Velli klæðir, vermir ský,
vetrar bræðir ísinn

SUMAR
Birtu una blómin skær
búin muna friðar.
Ljóss í funa létt og tær
lækjar buna niðar.

HAUST
Björgin traustu bregða lit,
breytir raustu særinn.
Nú er haust um holt og fit,
hvíslar austanblærinn.

VETUR
Hrannir allar hafs um djúp
herða snjallan róminn.
Undir mjallar hvítum hjúp
hvíla fallin blómin.


Haraldur Ó. Briem, Stokkseyri.

miðvikudagur, 5. nóvember 2014

Jónsmessa á Eyrarbakka 1943

Hve fagnandi opnum við æskunnar dyr,
í angandi hásumar gliti,
er draumurinn rætist, sem dreymdi okkur fyr,
í daglegum önnum og striti;
að hlusta á niðinn, sem hafaldan ber,
og hittast að nýju á ströndinni hér.

Að heilsa' ykkur vinir, sem haldið hér vörð,
og hopuðu aldrei úr spori,
og önnuðust hér vora elskuðu jörð,
sem upp rís á sérhverju vori.
Þið sandinum hafið í sáðlendur breytt,
og sigrandi vonunum leiðina greitt.

Og félag vort þráir að leggja ykkur lið,
og leiðina á milli okkar brúa.
Þótt veröldin skjálfi í vopnanna klið,
að vináttu skulum við hlúa,
og takast í hendur og treysta þau bönd,
sem tvinnaði æskan á þessari strönd.
                                                                       Maríus Ólafsson

þriðjudagur, 30. september 2014

Júnínætur

Eins og dánar eru þá
allar raddir kunnar
og vors í húmi hætti að slá
hjarta tilverunnar.

Sá fer gleði mjög á mis
og mun ei fá þess bætur,
sem að aldrei sólarris,
sá um júnínætur.
                                        B.E

laugardagur, 6. september 2014

Bitavísa Ásbjarnar Ásbjarnarsonar í Brennu á Eyrarbakka

Freyja, sporin farsældar, feti um hvalaengi,
hlotnist vegur hagsældar, hlunnajóri' og mengi.

Bitavísa Guðmundar Ólafssonar frá Sogni í Ölvesi, form. í Þorlákshöfn

Farsæll heitir flæðajór,
firrtur öllu grandi;
himnajöfur honum, stór,
hlífi á sjó og landi. 

Bitavísa Grims Gíslasonar í Óseyrarnesi

Fleyið fríða fullgjört er,
Farsæll rétta nafnið ber.
Ríkur drollinn ráði þér
Rangajórnum, hvar sem fer.

Bitavísa af ókunnu Landeyjarskipi

Friðhéðinn mig firðar kalla mega,
á sem róa eigið mér, allir séu blessaðir.

Bitavísa Þórðar Grímssonar á Stokkseyri

Farsæll í för allri
frið hljóli, liðs njóli
almáttar-mund Drottins,
marviðji þar styðji,
sem heldur um öldur,
auð gefi, nauð sefi,
svo hlöðnum frá flæði
frílending í sendi.

Bitavísa Guðmundar Þorkelssonar á Gamla-Hrauni

Að Bifur leiði um báruheiði
og brandameiði, lukku með
gefi veiði', en grandi eyði,
guðs ég beiði almættið.

Bitavísur Adolfs Adolfssonar á Slokkseyri

Blíðfari heitir báturinn
Björg oss veiti' af upsamýri.
Náðarhönd drottins sérhvert sinn
signi, blessi' og stýri.

„Farsæll " heitir flæðabjörn
farsæld veiti daginn hvern,
guðs háleita gæzku-vörn;
guð varðveiti öll sín börn.

Bitavísa Sigurðar Eyjólfssonar á Kaðlastöðum

Umsjón guðs og aðstoð blíð
ullum- fylgi skeyta.
hlunnajórnum farsæld fríð,
Fortúna má heita.

Bitavísa Gísla Magnússonar í Móhúsum.

Ég, „Björg", liðs þíns bezta bið
blíði faðir allra þjóða,
á hverja hlið, þitt hjálpræðið,
hjá þér standi', hið góða.

Bitavísa Jóns gamla Jónssonar á Vestri-Loftstöðum

„Guð miskunni nú öllum oss
og gef'i blessun sína".

(Upphaf á gömlum sálmi)

Bitavísa Jóns yngri Jónssonar á Vestri-Loftstöðum

„Drotlinn hlíða veiti vörn,
vorum lýð hvert sinni,
menn og fríðan borðabjörn
blessun skrýði sinni".

Bitavísa Sigurðar gamla Sigurðssonar á Eystri-Loftstöðum

„Sigurbjörgin hafi hylli' af himnakóngi sönnum.
Sigurbjörgin sæki fylli, sínum eignarmönnum".

Bitavísa Páls Eyjólfssonar í Eystra-Íragerði:

Svanur afla sætti feng um síldarheiði;
Blessun guðs og blíðust náðin bragna leiði.

föstudagur, 29. ágúst 2014

1940

Heiminn allan heimskan villir,
hatrið vex og dægurpexið.
Landa milli lokast sundin,
lagt er bann á frelsi manna.
Foringjarnir fjeð ei spara,
fjötra harðir vinnuarðinn;
málaliði og vítisvjelum
veröld fylla og menning spilla.
---
Kúgun aldrei lífið lagar,
leið er önnur sæmri mönnum,
frjálsra manna ,er huga heilum
heildarinnar velferð sinna. —
Þá mun birta upp bölið svarta,
batna í ári og fækka tárin.
Glaðir menn og himinn heiður
halda vörð, og blómgast jörðin.


Maríus Ólafsson

fimmtudagur, 28. ágúst 2014

SUNNLENDINGAGAMAN

Hljóðs eg bið, því ætlað er
óðarklið að glæða,
Bragi og Iðunn bjóða mér
bæði lið til kvæða.

Um formenn svinna yrki eg óð,
sem Ægi vinnu sóru,
efni minna oft í Ijóð
aðrir tvinna fóru.

Stríða þeir aldinn Ægi við,
oft er baldin láin,
þá veðra galdra- gernings lið
grefur kaldan sjáinn.

Hamaðist gjarnan haf og loft.
hrönnin sparn við borðum,
veðrum barnir vóru oft,
sem víkingarnir forðum.

Svignuðu rengur, sungu bönd,
sátu þó lengi á mari,
margan fenginn flutti á strönd
frækinn drengja skari.

Þegar hrundi brönnin blá,
og hampa mundi fleyi,
hressar í lundu hetjur þá
hræðast sundin eigi.

Hagyrðingar lipurt ljóð,
láta hringast saman.
Vilja syngja sævar-þjóð
Sunnlendingagaman.

Spói og Þröstur.

SELVOGUR:
Þóraririn Snorrason,
frá Bjarnastöðum:

Bjarnastaða búandinn
býst með djarfa sveina,
þreklundaður Þórarinn
þóftu-skarf að reyna.

Þó að veður vaxi stinn,
bg væti Úður breka,
þorski hleður sjótin svinn
siglu- prúðan dreka.

ÞORLÁKSHÖFN:
Bjarni Grímsson frá Stokkseyri:

Bjarni slynga happa-hönd,
hefir á þingum vanda,
djarfur þvingar ára-önd
út á hringinn-landa.

Frækinn drengur fram um ver,
fiskað lengi getur.
Stýrir „Feng" og eitthvað er
ef öðrum gengur betur.

Gísli Gíslason, úr Reykjavík:

Reykvíkingur Gísli glatt,
girðist slygur verjum,
teinæringi hrindir hratt,
Hrönn þó glingri á skerjum.

„Kára" stýrir höndin hög
Hlés um mýri breiða;
ára-dýri um úfinn lög,
öldin snýr til veiða.

Guðfinnur Þórarinsson,
af Eyrarbakka:

Stýrir flausti fengsamur,
fjarðar-roða-eyðir,
gætinn, hraustur Guðfinnur,
gegnum boðaleiðir.

Lætur þreyta „Fálkann" flug
flóðs um reiti kalda,
drengja sveitin sýnir dug,
sær þótt bleyti falda.

Ivar Geirsson, af Eyrarbakka:

Kafteinn ör á öldu-jó
Ivar Geiri borinn,
æ með f jöri sækir sjó,
seigur, eirinn, þorinn.

„Vonin" flýtur ferða-trygg,
— faldar hvítur boðinn —
sundur brýtur báru-hrygg,
byrjar nýtur gnoðin.

Jóhann Guðmundsson,
frá Gamla-Hrauni:

Jóhann eigi hefir hátt,
Hrönn þótt veginn grafi,
hleður fleyi fiski þrátt,
fram á regin-hafi.
Lætur skeiða „Svaninn" sinn
sels- um breiða móa,
hefir leiði út og inn,
oft með veiði nóga.

Jón Jónsson, frá Norðurkoti:

Jón' við Norður- kendur kot,
kappa forðum jafninn,
lét úr skorðum skríða á flot
skötu-storðar hrafninn.

„Farsæl" hleypir hnýsu tún,
hjálmunvalar gætir,
ærið gneypur undir brún,
Unn þá fjalir vætir.

Jón Sigurðsson, af Eyrarbakka:

Heldur geyst um sila svið
súða-teistu á floti,
jafn að hreysti og jöfrasið
Jón frá Neistakoti.

„Marvagn" hleður hetja kná,
— hlakkar voð í gjósti.
Syngja veður, svignar rá,
sýður froða á brjósti. 

Kristinn Þórarinsson,
af Eyrarbakka:

Einn er Kristinn aflakló
af álma-kvistum haldinn,
kjark ei misti kempan, þó
Kári hristi faldinn.

„Margrét" hryndir hart á mið
Hlés- um strindi breiða. —
Hamist vindur, hugað lið
herðir i skyndi reiða.

Ólafur Einarsson, frá Butru:

Úr Fljótshlíð hann Ólafur,
öldu- býðir jórinn,
þótt í hríðum Hræsvelgur
hrukki ófríða bjórinn.

Stýrir „Isak" ótrauður,
áls- um heiði breiða,
altaf fýsist formaður
fram á leið til veiða.

Formannavísur úr verstöðvunum austanfjalls


kveðnar af: »Brúsa«, »Þresti« og »Spóa« 1914.

þriðjudagur, 26. ágúst 2014

"VOR" á Eyrarbakka

Vorið ennþá vinnur tafl, 
veröld sólar nýtur; 
tilverunnar tvískift afl 
tengir bæði og slítur.

Geislaböndin glittir í, 
glatt á söndum vaka; 
sær og ströndin sumarhlý 
saman höndum taka
Maríus.

laugardagur, 16. ágúst 2014

Jón Sturlaugsson hafnsögumaður á Stokkseyri

Við eigum marga, djarfa drengi,
— sem duga bezt, — þá reynir á.
Og þú varst einn, sem vannst svo lengi
með von í brjósti' og frama þrá;
með ári hverju óx þér gengi.
Þér auðnan veitti marki að ná.

Þú djarfur varst á sóknar-svæði,  
en sífellt hygginn, — gætinn þó.
Þó kylja oft á kinnung stæði,  
var kapp með festu, — stilling, ró;
varst sístarfandi' á grund og græði,
með gleði sagðir: „Starfið er nóg".

Nú heilum vagni heim er ekið.
Haf þökk fyrir allt, í lengd og bráð.
Þú hefir höfn með heiðri tekið,  
og hlotið nafn í sögu skráð.
Þig skorti aldrei þrótt né þrekið,
og þá er æðsta marki náð.

Það verður hljótt í Vinaminni,  
því vinur kær er horfinn braut.
Þar ríkti gleðin ávallt inni,
og alúðar þar margur naut.
Þau fyrnast ei hin fornu kynni,
þó faðmi þig nú móðurskaut. 

Önnur formannsvísa um Jón

sunnudagur, 10. ágúst 2014

Skúturnar kveðja

Eyrarbakka bugtin staka,
banka þinn nú kveðjum vér,
nú skal herjans Húllið taka,
höldum strikið rétt, sem ber.
Sterkar voðir heisum hátt,
herðir Kári jötunmátt.
Milly yfir æginn strýkur,
inn á höfn til Reykjavíkur.

Nú kveðjum vér Eyrabakkabugt,
sem björgina' oss gefið hefur
og brunum af stað með brotna lugt,
á Bankanum er hann tregur,
en hvað á að fara eða halda hvert,
því Húllið er allra vegur. 

Jón Grímsson á Stokkseyri

Jón, sem Grími getinn var,
gnoð frá landi keyrir.
Hræðslu-brim ei hann skaðar,
þó hrönn við glymji fjörurnar. 

Fyrri partur

Eyðir, neyðir, þvælir þvær,
þvingar, stríðir, kvelur.

Einar Jónsson

Bakkus

Hefir Bakkus hvofta tvo,
höldum fláir reynast,
gleður fyrst og grætir svo,
gröfina býður seinast.

Einar Jónsson bílstjóri Eyrarbakka

Vor

Blessuð lóan birtist mér,
bráðum spóann vekur.
Inn um móa og út við sker
ástin gróa tekur

Einar Jónsson bílstjóri

Alþýðuvísur

Oft eru kvæðin efnissmá
og ekki á réttum nótum,
sem að kveðin eru á
eyktar og gatnamótum.

En þó er gull og gersemar
geymt í þessum sjóðum,
og margt af slíku metið var
móti beztu ljóðum.

Bjarni Eggerts

fimmtudagur, 7. ágúst 2014

Veðurvísa

„Það við fáum senn að sjá,
sá er vetur bezti.
Fjallatindum efstu á
aldrei snjóinn festi.

Austan heiðar okkur hér,
ekki er bagi að snjónum.
Hellisheiði aldrei er
ófær gíraljónum.

Búum manna er blessun trygð
brosa sólskinsdagar.
Suðurlands um breiða bygð,
blasa auðir hagar.

    Bjarni Eggerts

laugardagur, 31. maí 2014

Kerlingin þagði

Margir héldu mig málugan mann, 
mælti kerling orðskvið þann, 
þagað gat ég þó með sann 
þegar hún Skálholtskirkja brann.

laugardagur, 22. mars 2014

Guðmundur bóksali Guðmundsson

Mannsins œfi, starf og stríð,
stefnir fram á nýja tíð,
kynslóðanna arfinn ber
athöfn hver í skauti sér.

Því er mœtra manna starf
meginstoð í þjóðararf,
þeirra verkin þakka ber,
þegar dagur liðinn er.

Iðjumannsins haga hönd,
og hugans fögru vonarlönd,
eru þœttir þess, sem knýr
þjóðir fram og menning býr.

Þú, sem kosti þessa barst,
á þinni Löngu œfí varst
ímynd þess hve menning manns
mótar svip og gerðir hans.

Hreint og fágað, traust og tryggt
var tildurlaust þitt dagfar byggt.
Tómstundanna vinnan var
á vegum lista og menntunar.
 —
Minninganna blíður blœr
bezt til hjarta mannsins nœr,
trú á lífið Ijómann ber,
lengra fram en augað sér.
Maríus Ólafsson. 

föstudagur, 21. mars 2014

Kveðið um Karl

Harpan kná skal hljóða há,
hlusti fljóð, en syngi menn.
Því nú skal Karl, ég kalla á,
með kvæðum mínum enn.

Birtast hér blöðin þín,
bæld um alla veggi.
Skjótt skal færa í rím,
og svara skálda seggi.

Gott er að vera galla laus,
greindur góður maður.
En bestur er þinn bjálkahaus,
þótt til bóka lítt sé lagður.


Lágur á velli og lotinn er,
en lofar þó drottinn sinn,
“Gull af manni gafstu mér,
 gef mér nú annan helminginn”.

“Enn skal hefjast hróður minn”,
um holt og hæðir hrópar,
Sjálfur fegri en fyrirmyndin,
fljóðum að sér sópar.

Haninn hælir egin ham,
hvergi smeikur stærir.
Seint mun skúmur líkjast svan,
sem egi móðann ærir.
'OK.

Alpan sálmurinn

Eyrarbakki, ó Eyrarbakki,
að það skuli vera hér,
eitt álpönnu fyrirtæki,
sem af öllu öðru ber.

Sjáið bara sjálfan “Lordinn”
sem keyrir fína Caprí, Fordinn.
Og “Stóri-Rauður” stendur stífur,
sem allan daginn málar skífur.

Og “Súpermann” stendur þar,
Maríus og allar síðri hetjurnar.
Sveittir, svartir steyparar,
Svika-Pétur og aumingjar.

Jarek í ofninum, og blessaða “Húfan”.
Anetta og Iwona, og Imba ljúfan.
Við erum svartir og sveittir,
og svakalega skítugir.

Henrý rennir, Hörður kennir,
en hundurinn ekki nennir,
“Svarti” steypir, Úlfur reykir,
og skelfing margir veikir.
'OK.

JÓAVÍSUR

Hugur minn er heftur nú,
höndin er í molum,
get hvorki gefið kind, né kú,
eða komið nærri folum.

En þó ég hafi létta lund,
er ég leikin framar vonum,
átt ég gæti ástarfund,
uppá nokkrum konum.
--------
Sat hún oft við söng og saum,
gaf svöngum magafylli,
með lærin aum og lúin hné
en ljómandi góð á milli.
Jói B

fimmtudagur, 20. mars 2014

Útsýni

Lítum við í landsuðrið
leyfist útsýn valla,
bláan himin bera við
brúnir Eyjafjalla.

En í suðri Eyjarnar
innan löðurbandsins
rísa úr djúpi dýrðlegar
dætur meginlandsins.

Þórólfsfell í austri er
og instu jökuldrögin,
þar við háan himin ber,
hvítu svellalögin.

Norður prýðir hlíðin hlý,
himinbláma dregin.
Ofar leika léttfleyg ský
ljósi sólar slegin.
Bjarni Eggertsson

mánudagur, 17. mars 2014

Hringhendur

Vetur líður, dimman deyr,
dvínar hríðaforðinn,
vermir blíður vorsins þeyr,
varpar hýði storðin.

Gægist fjalla fjöldinn þá
fram úr mjalla trafi,
fyr sem stalla og hnjúka há
huldi alla í kafi.

Harða snjárinn harma ber,
hrynja tár um dranga,
tindur hár því orðinn er
æði blár á vanga.

Fer á spretti fljót og á,
finst mér þetta gaman,  
vængjalétta von og þrá
vorið fléttar saman. 

Spói

BELGINGUR

Plægir sæ með földum fley,
fægir snæ með köldum þey;
frægir lægja' á öldum ei,
Ægir vægir höldum, nei! 

Hrafn

HARÐINDI

Sortinn bægir sólu frá,
saman snæinn rekur.
Útá sæinn ýtar gá,
ef að lægja tekur.

Sólar felur bliða brá
bylur elur kvíða.
Njóla dvelur. Hlíðar há
hylur élið stríða.

Spói

sunnudagur, 16. mars 2014

SÆROK

Ennþá Kári óður hvín,
æðir sjár á löndin.
Ógna bára yfir gín,
Er í sárum ströndin. 
Spói.

laugardagur, 15. mars 2014

Vorharðindi

Hríðin langa miklast mér,
meiðast skepnugreyin.
Tíðin stranga ýfin er,
eyðast drepnu heyin.
12 ára 1910

VORIÐ

Vorið er komið, já vorið,
sem vekur af dvala alt,
og yngir það upp að nýju,
sem áður var dautt og kalt.

Hvers vegna þegirðu þröstur,
þegar vorsólin skín?
Komdu til hríslunnar, kæri,
kveddu' henni Ijóðin þín!

Komdu og gneggjaðu gaukur,
fyrst góðviðri komið er,
lyngi og laufrunnum smáum,
leiðist að bíða' eftir þér.

Hættu' ekki að kveða kjói,
komdu með yeá-ið þitt;
bíður þín fit og flói,
eg finn þar og hreiðrið mitt.
Spói

Þingvísur sunnlenskar

Þegar valda lystug ljón
lögðu Björn að velli,
dragsúgurinn, doktor Jón,
drap í hárri elli.

Það er orðið opinbert
og ekki sagt í glensi,
að þeir hafi í gœrdag gert
Gunnar að Excellence.

Þegar Völund þrýtur merg,
þrotum gjalds að hamla,
sel eg fyrir silfurberg
sálina þeim gamla.

Það er sorg að þjóðin á
þennann hænsna skara,
ég vil hengja` á einni rá
alla liðhlaupara.

Heldur meiri hug og dáð
hélt ég vera` í Skúla
en hann legði alt sitt ráð
undir Jón í Múla.

Það dugar ei þótt þeir skjali og skrumi
og skrökvi í múginn,
það lendir alt í flasi og fumi
og fer í súginn.
Ókunnur.


Nú er orðið naumt með dáð,
nú er Björninn dottinn,
sjálfsagt Friðrik sér það ráð
að setja mig við pottinn.

Senn er hljótt um salina,
svæfir ótti garpana.
Á um nótt að útnefna
á „gráskjóttum" ráðherra
Spói


Þið staudið alveg eins og glópar
engan getið bent á manninn !"
Svona Friðrik hátt nú hrópar ;
hinir aftur svara þanninn:

„í vandræðum við alveg erum,
elsku Friðrik manninn veldu.
Víð engir traust til annars berum,
okkur helzt til Rússlande seldu".

Kári