HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

sunnudagur, 9. mars 2014

Grímur á kvartilinu

Yfir bjartan bárupart
berst með hjarta ólinu,
grætur vart þó gangi ei hart,
Grímur á kvartilinu.
Magnús Teitsson

1 ummæli:

  1. Grímur Ólafsson í Móakoti, var að stýra vélbáti við saltuppskipun í góðu veðri á sumardegi milli skips og lands. Grímur var búsýslumaður mikill, vildi helst vinna hjá öðrum og láta verkið ganga hægt, svo að hann hefði marga tíma. Það vissi Magnús,
    og sagði því: „Grætur vart þó gangi ei hart". — Þennan dag sat Grímur á kvartili við stjórnina, og lét sér líða vel í góða veðrinu. Um fjöruna stóð báturinn á skeri á Stokkseyrarfjörum, en Grímur sat rólegur á kvartilinu og beið þess að felli undir bátinn aftur og hann flyti upp af skerinu, sem hann stóð á. Þá kvað Mangi Teits þessa vísu.

    SvaraEyða