HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

laugardagur, 22. mars 2014

Guðmundur bóksali Guðmundsson

Mannsins œfi, starf og stríð,
stefnir fram á nýja tíð,
kynslóðanna arfinn ber
athöfn hver í skauti sér.

Því er mœtra manna starf
meginstoð í þjóðararf,
þeirra verkin þakka ber,
þegar dagur liðinn er.

Iðjumannsins haga hönd,
og hugans fögru vonarlönd,
eru þœttir þess, sem knýr
þjóðir fram og menning býr.

Þú, sem kosti þessa barst,
á þinni Löngu œfí varst
ímynd þess hve menning manns
mótar svip og gerðir hans.

Hreint og fágað, traust og tryggt
var tildurlaust þitt dagfar byggt.
Tómstundanna vinnan var
á vegum lista og menntunar.
 —
Minninganna blíður blœr
bezt til hjarta mannsins nœr,
trú á lífið Ijómann ber,
lengra fram en augað sér.
Maríus Ólafsson. 

1 ummæli:

  1. Guðmurtdur Guðmundsson bóksali á Eyrarbakka.
    Fæddur 9. okt. 1849. Dáinn 25. apríl 1937.
    Kvaedi eftir Marius 'Olafsson.

    SvaraEyða