HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

föstudagur, 7. mars 2014

Jóhann Guðmundsson

Jóhann eigi hefur hátt,
Hrönn þótt veginn grafi,
hleður fleyið fiski þrátt,
fram á reginhafi.
Páll á Hjálmstöðum-Guðmundsson


Lætur skeiða „Svaninn" sinn,
sels um breiða flóa,
hefur leiði út og inn,
oft með veiði nóga.
Ókunnur

1 ummæli:

  1. Jóhann Guðmundsson á Litlu-Háeyri var formaður í Þorlákshöfn í 39 vertíðir (1892-1930).
    Um hann eru þessar formannsvísur úr Þorlákshöfn1914, og er að minnsta kosti fyrri vísan eftir Pál skáld á Hjálmsstöðum. [Einn sona Jóhanns, Axel togaraskipstjóri í Boston og aflakóngur þar um skeið, fórst með togaranum „Guðrúnu" frá Boston í janúar 1951.

    SvaraEyða