HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

miðvikudagur, 5. mars 2014

LÝSIS-GRÓA

Heims úr nauða hýsinu,
hirti Drottinn Gróu,
létti þá á lýsinu
hjá Lénharði og Jóu.
Magnús Teitsson

2 ummæli:

  1. Gróa þessi var þurfalingur og niðursetningur. Hún lifði nánast eingöngu á lýsi.
    Lénharður Sæmundsson var söðlasmiður í Nýjakastala á Stokkseyri þar sem Gróa var vistuð. Fráfall Gróu varð Magnúsi Teitsyni að yrkisefni eins og flest það sem bar við á hans tíð á Stokkseyri og Eyrarbakka.

    SvaraEyða
  2. Kona Lénharðs hét Jófriður, kölluð Jóa.

    SvaraEyða