HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

fimmtudagur, 20. mars 2014

Útsýni

Lítum við í landsuðrið
leyfist útsýn valla,
bláan himin bera við
brúnir Eyjafjalla.

En í suðri Eyjarnar
innan löðurbandsins
rísa úr djúpi dýrðlegar
dætur meginlandsins.

Þórólfsfell í austri er
og instu jökuldrögin,
þar við háan himin ber,
hvítu svellalögin.

Norður prýðir hlíðin hlý,
himinbláma dregin.
Ofar leika léttfleyg ský
ljósi sólar slegin.
Bjarni Eggertsson

1 ummæli:

  1. Bjarni Eggertsson var búfræðingur á Eyrarbakka og bjó fyrst að “Tjörn” en síðan á “Sólvangi”. Vísan er sennilega ort á ferð í Fljótshlíð á 3ja áratug síðustu aldar.

    SvaraEyða