HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

sunnudagur, 10. ágúst 2014

Skúturnar kveðja

Eyrarbakka bugtin staka,
banka þinn nú kveðjum vér,
nú skal herjans Húllið taka,
höldum strikið rétt, sem ber.
Sterkar voðir heisum hátt,
herðir Kári jötunmátt.
Milly yfir æginn strýkur,
inn á höfn til Reykjavíkur.

Nú kveðjum vér Eyrabakkabugt,
sem björgina' oss gefið hefur
og brunum af stað með brotna lugt,
á Bankanum er hann tregur,
en hvað á að fara eða halda hvert,
því Húllið er allra vegur. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli