HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

miðvikudagur, 19. nóvember 2014

Jón Sturlaugsson hafnsögumaður

Fyrir ártugum fjórum,
— fljótt líður dagur að nóttu —
reri ég eyki ára,
af Stokkseyri á hafið.
Fækkar þeim drengjaflokki
fleyjum er hrundu að legi,
lofsamleg minning lifi
lýðum horfinna tíða.

Oft voru góðar gæftir
glær og sléttur særinn
þokuhattar á hnjúkum
heiðar skipaleiðir.
Snemma við dögun dimma
drengir til strandar gengu,
röðuðu sér að súðum
sjóinn glaðir prófa.

Horskur með hali röska
hlunnjó dró að unni
Sturlaugs-arfi Jón stýrði,
starfhæfur róðrakarfa.
Þótti gætinn ef glettur
„Glyggur" sýndi ótryggur,
komst þó „Flausta" fremstur
fram á „Stökkulshvamma".

Leysti vaði í „Vastir"
veiðarfæri greiðir,
barði tíðum á byrðing
bára höggum sárum.
Gúmaði af nægtum „Gýmis"
giska björg af fiski,
hlöðnum báti á boðum
beina að landi sveinar.

Spáðu válegum veðrum
vindský á Heklutindum,
skautaði skuplu hvítri
skallinn Eyjafjalla.
Orguðu brim á björgum
brothljóð heyrast með skotum
gýn yfir gráum h'einum
„Gjöll" í lykkjuföllum.
Stýrði Jón að storðu
stundum, þó væru Sundin
lokuð og lögin hvikul,
löðrið skaut hvítum blöðrum.
Skimaði ei bát þó skúmið
skæfi við „Himinglæðu"
heill með hölda snjalla
heim í vör rann knörrinn.

Seiluðu afla á ólar
ýtar kátir með flýti,
hvína á höfuðbeinum
hálar seilanálar.
Uppi um kampa og klappir
karlar um hluti spjalla,
hausa, hryggi losa,
hlaða stafla raðir.

Hefur Jón út um hafið
herjað á eigin ferju
fimmtíu vetrum framtað
frækinn og afla sækinn;
veðurglöggur á „Græði"
góður til starfs og ráða,
formenn hygg eg nú færri
feti, sem náðu betur.

Enginn íslendingur
ég veit, þó sé leitað
barg úr bylgjum körgum
brögnum fleirri að sögnum.
Erlendum úthafsknörrum
enskum, þýzkum-frakknezkum
kom til liðs þegar lima
og líftjón engu hlýfir.

Halli þér engin elli
árin þó lýsi hárin,
glaður vertu með glöðum,
góður skemmtinn og fróður.
Gæfan þér ávallt gefi
gnægðir til lofs og frægðar:
Þorska og flatra fiska
feng, til brautargengis.

Páll Guðmundsson frá Hjálmstöðum.

Sjá aðra formannavísu um Jón 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli